Gjaldskrá

 
Gjaldskrá þessi gildir nema um annað sé samið.  Ákvörðun þóknunar mótast af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er, sbr. lög nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa, og reglugerð nr. 939/2004.
 
Miðlunar-/söluþóknun af söluverði báta er 3% án VSK þó þannig að lágmarks söluþóknun er kr. 350.000,- án VSK.  Söluþóknun á bátum í einkasölu er samkvæmt nánara samkomulagi.  Auk þess greiðir seljandi fast gjald vegna útlagðs kostnaðar, kr. 50.000,- án VSK.  Við kaup á bát gerir kaupandi samning um þjónustu við skipasala og greiðir kr. 50.000,- án VSK í þóknun fyrir starfann.  Sé um að ræða kaup á bát milli landa er þóknun frá kr. 100.000,-.
 
Þóknun af sölu á hlutdeildarkvóta er 1,25% án VSK en 0,5% án VSK af sölu aflamarks, þó að lágmarki kr. 10.000,- án VSK.
 
Miðlunar-/söluþóknun á búnaði, veiðileyfum, fyrirtækjum, rekstri, birgðum, o.þ.h. er 3% án VSK.
 
Verð fyrir áritað verðmat á bát er frá kr. 30.000,- án VSK (fer eftir umfangi) auk útlagðs kostnaðar við gerð matsins.  Milligangi skipasali sölu á bát sem verðmetinn hefur verið á þennan hátt er matið endurgreitt við kaupsamning.